APPELSÍN //
Agency: ENNEMM
Production: Gudjon.net // Octopus ehf.
Director: Guðjón Jónsson
DP: Hákon Sverisson
Í nýjum umbúðum
Hið eina sanna er komið í nýjan búning. Þó eitthvað sé glæsilegt er alltaf hægt að betrumbæta það enn frekar. Við tókum að okkur hönnun á nýjum appelsínumbúðum með einfaldleika og klassík í fyrirrúmi. Appelsín hefur verið framleitt hér á landi síðan 1955 og kannast flestir, ef ekki allir, landsmenn við drykkinn. Nýju umbúðirnar halda í hefðina en eru þó nútímalegar og okkur fannst mikilvægt að sykurlausa Appelsínið fengi einnig betrumbætt lúkk, enda alltaf kostur að minnka sykurinn en halda sama góða bragðinu.
FRAMLEIÐSLAN
Ég framleiddi fjórar auglýsingar þar sem við gerðum hinum nýju umbúðum hátt undir höfði.
Persónugerðum drykkina og lögðum áherslu á girnileg drykkjarskot.